2012

Monday, August 30, 2010

Luigi´s kitchen strikes agin

Eftir langa fundarsetu í Kaupmannahöfn um helgina var farin heimsókn í Luigi´s kitchen á Læssögesgade. Flatbaka að hætti meistarans og svo sumbl fram eftir nóttu. Perfecto eins og Luigi sjálfur myndi segja.

Til að toppa þetta var hoppað á kokteilbar hverfisins... þá ber að varst líkt og heitan eldinn. Héðan í frá drekk ég aðeins rauðvín :)

Hér með staðfestist það svo að flatbökur eru og verða alltaf bestar heimabakaðar!

Takk fyrir mig Luigi og frú

JB

Thursday, August 26, 2010

Af ensku og ekki ensku

Við erum með forsætisráðherra sem talar ekki ensku og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sem skilur ekki ensku en talar hana samt.

http://www.channel4.com/news/articles/politics/international_politics/iceland+minister+aposour+rightapos+to+fish+mackerel/3754777

Er það nokkur furða að umheiminum sé farið að verða í nöp við okkur?

JB

Tuesday, August 24, 2010

Sit sem fastast

Þessa dagana keppist fólk við að skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Síðustu tíðindi af klerkastéttinni okkar eiga þar stóran hlut að máli en sjálfur mun ég sitja sem fastast innan kirkjunnar.

Það er ástæðulaust að snúa baki við almættinu þó nokkrir syndaselir hafi verið teknir á teppið.

JB

Monday, August 23, 2010

Annar í brúðkaupsferð


Breiðafjörður, botnlaus matarkista sem við hjónin biðum spennt eftir að uppgötva í annarri brúðkaupsferð okkar. Ferðina fengum við í brúðargjöf frá foreldrum mínum 2007 þegar við giftum okkur og leystum hana út nú í sumar.

Spæling! Vont í sjóinn og við komumst ekki út í Flatey eins og til stóð, fórum aðeins út í Skáleyjar sem var flott en skipperinn á trillunni vildi ekki út í Flatey. Hvorugt okkar hefur komið þangað og eyjan því verri fyrir vikið frá mínum bæjardyrum séð.

Í heild var ferðin mögnuð, við rifum meðalaldurinn niður í 75 ár en skemmtum okkur engu að síður konunglega enda magnað umhverfi vestra. Svo komumst við í einstakt návígi við Haförn sem sveimaði um 15-20 metra fyrir ofan okkur, fundum hreiðrið hans en hættum okkur ekki nærri með Hafarnarmömmuna í vígahug fyrir ofan.

Bændurnir á Stað í Reykhólasveit fá svo þakkir og hrós frá okkur hjónum en þau ráku augun í það augljósa... adrenalínið flæddi ekki beint í stríðum straumum í ferðinni. Þetta sáu bændurnir og buðu okkur fjórhjólin á bænum til afnota þegar gamalmennin höfðu haldið í Bjarkarlund til hvílu. Mögnuð upplifun og hjóluðum við þarna um túnin á Stað og áðum við fossasprænu í fjallinu ofan við bæinn.

Stórkostlegt ferðalag í alla staði og mæli ég sterklega með því að fólk fari sem oftast í second, third og fourth brúðkaupsferðir og jafnvel fleiri. Þá er sveitabærinn Staður í Reykhólasveit vel þess virði að heimsækja!

JB

Tuesday, August 17, 2010

Þorði ekki að biðja um áritun


Í sumarfríinu okkar á Spáni héldum við einn daginn niður á strönd. Þar sem ég lá í makindum mínum upptekinn við að tana jafnt varð mér litið í flæðarmálið. Hlýr gustur lá af sjónum, heiðskýr himinn og mér leið notalega á strandhandklæðinu uns ég sá hvar þekkt mannvera gekk hjá.

Þó enginn í sjónmáli væri í vanda staddur var þarna kominn holdi klæddur sjálfur David Hasselhoff, frægasti Þjóðverji mannkynssögunnar!

Sem fyrrum blaðamaður varð ég að smella af einni mynd en ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að biðja goðið um eiginhandaráritun.

JB

Sunday, August 15, 2010

Viðskiptahugmynd frá Spáni

Þá er Skipholtsfjölskyldan mætt aftur á Klakann eftir 12 góða daga í sólinni á Spáni. Get ekki sagt að undirritaður sé hel-tanaður en eitthvað þó, var duglegur að maka á mig sólarvörninni svo gula kvikyndið næði nú ekki að skemma sumarfríið mitt.

Við vorum á Orihuela Costa sem er rétt hjá Torrevieja (Spánarfróðir beðnir velvirðingar ef þetta er ekki skrifað rétt). Nánar tiltekið vorum við í hverfi sem heitir Lomas de Cabo Roig, skemmtilegur staður, í það minnsta fínt að vera með börn á þessu svæði.

Annars var þetta 30+°C alla daga og vitanlega var kíkt á nærliggjandi golfvelli - með miður góðum árangri. Annað hvort skekktust kylfurnar mínar í fluginu eða vellirnir á Spáni eru nokkuð erfiðari en þessir hér heima, skal ekki segja.

Kom með viðskiptahugmynd heim til Íslands frá Spáni - umboðsaðilar ættu að senda línu þarna út til Spánar og tryggja sér umboðið á Laranja sóda-drykkjunum, hin fínasta svölun. Fyrir vikið vil ég aðeins kassa af límónu- og appelsínu bragðtegundunum í toll (ekki dýrt sé tekið mið af því að ég hafi fundið vandaða vöru úr öðru en íslensku drykkjarvatni).

JB