2012

Tuesday, October 31, 2006

Sydney

Ta erum vid loksins komin til Sydney og tad er heitt uti eda um 22 stiga hiti og klukkan ad ganga 10 a midvikudagsmorgni. Tetta er buid ad vera langt og strangt ferdalag en tad er loksins a enda og vid erum bara oll vid tokkalega heilsu. Reyndar er flensan eitthvad adeins ad strida okkur en hun gufar upp i dag tar sem tad er spad um 30 stiga hita yfir daginn.

Fra London flugum vid til Bankok og tad tok 11 tima og oll nadum vid ad sofa adeins en tad hjalpadi lika til ad madur gat valid ur um 7 eda 8 myndum a leidinni og flugvelamaturinn var ekki sem verstur. Aetli madur eti ekki hvad sem er a 11 tima flugi?

Stoppid i Bankok var adeins um klukkutimi og svo aftur ut i vel i 9 tima flug til Sydney. Vid flugum med British Airways i Boeing 747-400 vel (sma innskot fyrir ykkur flugnordana : ) en tad var ekki haegt ad kvarta undan velinni tar sem tad var rumt til fota og morg salerni.

Nuna erum vid komin a Jackaman Street i Bondi hverfinu i Sydney og dveljum hja Shane og Louise en Shane er brodir hennar Ingridar sem var skiptinemi hja Sigga og Stinu. Tau aetla ad hysa okkur naestu vikuna og tad er bara um 10 min gangur nidur a strond, rosalega verd eg hevi tanadur tegar vid komum heim.

Latum tetta duga i bili og svo smellum vid myndum inn eins fljott og audid er.

Bestu kvedjur,
Jon Bjorn, Hilma, Siggi og Stina

Monday, October 30, 2006

Heathrow

Nú erum við Hilma, Siggi og Stína búin að vera á Heathrow flugvelli síðan í hádeginu og klukkan að ganga 17 þegar þetta er skrifað. Tímabreytingin í Englandi var í dag að ég held og er sami tími og heima. Um leið og við lentum fórum við yfir í annað terminal og fengum okkur í gogginn. Það verður seint sagt að tjallinn sé myndarlegur við kjötkatlana. Þetta var varla hundi bjóðandi en við létum okkur hafa það að slafra í okkur gumsinu og svo tókum við rölt um stöðina.

Flugið til Sydney er kl. 21:30 og hefur biðin verið fremur löng, sérstaklega fyrir undirritaðann sem telst ekki með þolinmóðari mönnum. Flugið hingað út var svosem ágætt og fengum við kartöflubita og eggjastöppu í vélinni á útleið. Merkilegt hvað mér tekst aldrei að sofna í flugvélum. Vona þó að það takist þar sem okkar bíður 11 tíma flug til Bankok. Þegar þangað verður komið munum við millilenda í um einn og hálfan tíma og svo aftur upp í vél og þá eru 9 tímar til Sydney. MasterCard er fyrir allt annað.

Í London er nú um 10 stiga hiti og alskýjað, aðeins betra en heima á fróni þegar við héldum af stað í morgun : ) við sáum það í gær að það er spáð um 16 stiga hita þegar við lendum í Sydney og sagði framtíðarspáin á www.wunderground.com að það gæti verið von á rigningu fyrstu dagana okkar í Ástralíu.

Við höfum þetta ekki lengra í bili og næst þegar þið fréttið af okkur verðum við örugglega komin til Sydney.

Þökkum kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar sem okkur hafa borist á síðunni. Við elskum ykkur líka :)

Þangað til næst

Jón Björn, Hilma, Siggi og Stína

mynd: Siggi og Stína höfðu það gott í vélinni á útleið

Brottför

Nú erum við bara á leiðinni í háttinn og þegar þið lesið þetta verðum við örugglega komin í loftið og farin að nálgast London baby. Sunnudagskvöldið var bara rólegt hjá okkur í faðmi fjölskyldunnar og vitaskuld fengum við grillaðan lax að hætti Óla Björns, bara sælgæti af teinunum.

Helgin var ótrúlega fljót að líða og við erum sem betur fer búin að ná mesta kvefinu úr okkur en eitthvað eimar þó eftir af íslensku sultardropunum. Þeir verða vonandi til grafar bornir um leið og við lendum í Sydney, sem verður seint á þriðjudag.

Um 30 klukkustunda ferðalag er fyrir höndum og við fjárfestum í tveimur Arnalds bókum, Synir duftsins og Mýrin, til að halda okkur við efnið í vélinni. Einnig fær lappinn að fljóta með svo við þurfum ekki að einskorða okkur við innanflugs efnið sem verður á boðstólunum í fluginu. Það getur verið æði misjafnt hvursu vel sú skemmtidagsrá er límd saman.

Kveðja, Hilma og Jon Björn

Saturday, October 28, 2006

Skál

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við höfum ákveðið að ganga í heilagt hjónaband. Ég bað hennar Hilmu minnar frammi fyrir okkar nánustu fjölskyldu á föstudagskvöld........hún sagði..........JÁ : )

Þessa stundina er endalaus hamingja á Skólavörðustígnum og við erum bara að pakka niður fyrir Ástralíuferðina í sannkallaðri gleðivímu. Stefnan er tekin á brúðkaup í desember 2007.

Við eigum flug til London á mánudagsmorgun um kl. 9 og þegar til London verður komið tekur við 9 tíma bið eftir Ástralíufluginu. Já, 9 tíma bið. Það verður eintóm hamingja að spóka sig um á Heathrow flugvelli.

Þangað til næst

Hilma og Jón Björn

mynd: Við að skála á föstudag fyrir opinberuninni
(Smellið á myndina til að sjá hana stærri)