Óheppileg tímasetning!
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik á við ramman reip að draga annað kvöld þegar það mætir svissneska landsliðinu í Evrópukeppni B-deildar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en um svipað leyti hafa Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslenska lýðveldisins og Frú Þorgerður Katrín Gunnardóttir mennta- og íþróttamálaráðherra boðað til þjóðhátíðar. Tilefnið er engum dulið en fögnuður í formi mótttöku á silfurhetjum þjóðarinnar frá Ólympíuleikunum hefst kl. 18:00 að Hlemmi.Kvennalandsliðinu í körfuknattleiks veItir svo sannarlega ekki af stuðningi sem flestra en að mér læðist sá grunur að margir þeir sem ætluðu sér á leikinn fari frekar niður í bæ að fagna silfurhetjunum og er það bara vel. Ekki á hverjum degi sem við vinnum silfur í handbolta á Ólympíuleikum. Það er bara vonandi stelpnanna vegna að hátíðarhöldin standi ekki yfir mikið lengur en klukkustund og svo geta allir haldið landsliðsgleðinni áfram með því að mæta á Ásvelli í Hafnarfirði og styðja stelpurnar til sigurs : )
Býst þó við því að þetta taki aðeins meira en klukkutíma að fagna handboltahetjunum. Vonandi verðum við ekki heimsmeistarar í kvennakanttspyrnu þegar næsti landsleikur kvennakörfuboltaliðsins fer fram hér á landi!
JBÓ



