Flúðum slagviðrið og sleiktum sólina
Þá er ferðalagið á enda... mættum í höfuðstað Norðurlands á föstudag og það var barkandi blíða allan tímann. Undirritaður smellti á sig sólarvörn nr. 30 og slapp við allan bruna í þetta skiptið. Það gerði ferðina svo enn ánægjulegri að vita til þess að grenjandi rigning og slagveður var á suð-vesturhorni landsins á meðan við vorum fyrir norðan : )
Litla fjölskyldan tók íbúð á leigu í miðbæ Akureyrar og átti dúndrandi góða helgi. Vorum tíðir gestir í sundlauginni og nærumhverfi hennar enda mikið af leiktækjum og nóg að gera fyrir 19 mánaða grallaraspóa.
Mæli svo sterklega með Indian Curry Hut á Akureyri.
JB
0 Comments:
Post a Comment
<< Home