2012

Wednesday, June 16, 2010

Sárt að ESB sé til umræðu


Þýska þingið setur það skilyrði fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar hætti hvalveiðum.

Ofangreint er setning úr frétt á MBL.is.
Hvar skal byrja?
-Þýskaland hefur ekki skilning á fiskveiðum og heldur ekki skilning á þeim skaða sem hvalastofninn getur valdið nytjastofninum.
-Aðeins brotabrot af Þýskalandi liggur að sjó.
-Af hverju ekki að veiða hvali? Þeir nálgast nú 100.000 stykki í íslenskri fiskveiðilögsögu og þau dýr sem veidd eru á ári hverju ná ekki þriggja stafa tölu.
-Af hverju ætti ein fremsta fiskveiðiþjóð heims að fella sig undir fiskveiðistefnu Evrópusambandsins þegar sú stefna er aðeins til þess fallin að þurrka upp íslensk fiskimið?
-Svo er ESB brölt ríkisstjórnarinnar til háborinnar skammar. Komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið verður það kolfellt, örugglega með 70% meirihluta.
-Fjármunum okkar á ekki að verja í að kanna þá möguleika hvort hentugt eða rekstrarlega hagkvæmt sé að láta evrópska-lobbýista stjórna okkur af meginlandinu.

Það er virkilega sárt að sjá að þessi mál skuli vera uppi á borðinu á þessum viðsjáverðu tímum. Réttast væri að taka skref aftur á bak og hætta öllu tali um ESB og aðild að fjötrasambandinu. Á meðan landinu blæðir í ólgusjó og hákarlarnir synda hringi um blóðrákina þá heldur kostnaðarsöm vinna áfram í kringum ESB. Þetta háttarlag yfirvalda og aðgerðaleysi þeirra verður núverandi einstaklingum á þingi til ævarandi skammar.

JB

ps. við erum líka í náðinni hjá Kínverjum og þá getum við veitt eins mikið af hval og við viljum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home