2012

Monday, June 21, 2010

Smjörvi í matinn

Yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Hólmfríður Eyja, var illa fyrirkölluð eftir langan dag á dagheimilinu þennan daginn. Framan af var hún þó nokkuð spræk en þegar líða tók að kvöldmat seig á ógæfuhliðina. Loks kom maturinn á borðið en gráturinn var hafinn og bleikjan og kartöflurnar fóru niður í ekkasogum.

Þegar sú stutta var langt komin með matinn sinn sá hún okkur móður sína setja smjör á matinn. Drottningin fékk smjörvastykkið í sínar hendur og upp hófst þá einhver furðulegasta athöfn í matarsögu barnsins. Daman tók til hendinni og gúffaði heilu fjöllunum af smjöri í sig... með ekkasogum.

Smjörhnífurinn sjálfur þótti ekki bera nægilegt magn af hnossgætinu svo vinstri hendin var notuð líka til að klóra upp klípurnar og hesthúsa þeim eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Héðan í frá á ég svona síður von á því að tefla fram smjörvanum í næstu matmálstímum því í augum Eyju er þetta eitthvert mesta lostæti sem til er ef frá eru taldar súkkulaðikökur.

JB

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Heheheh....thessi litla smjørbolla, hlakka til ad knusa hana eftir ekki svo marga daga :)
kv
Sigrún Døgg

11:16 AM  

Post a Comment

<< Home