2012

Tuesday, September 28, 2010

Eiki drekinn


Eiríkur Jónsson rekinn af Séð og Heyrt í dag, Svanur Már Snorrason tekur við sem ritstjóri. Viðbrögð Eiríks við spurningum blaðamanna frá öðrum miðlum um ástæður uppsagnarinnar voru: „No Comment“

Ef Séð og Heyrt á að standa undir nafni verður Svanur að kasta öllu klabbinu fram í dagsljósið, svæsnu söguna á bakvið brottreksturinn og vafalítið hefur Björn Blöndal verið á staðnum til að ná paparazzi-pic af Eiríki storma út af skrifstofunni. Vænti þess að Se og hör greini ítarlega frá þessu máli - annað væri scandalous!

JB

Monday, September 27, 2010

Sigurður Baltasar


Þá er nýjasti fjölskyldumeðlimurinn búinn að fá nafn. Emmi bróðir Hilmu var að skíra um helgina, Sigurður Baltasar var drengurinn skírður. Undirritaður mundaði að sjálfsögðu myndavélina í kirkjunni.

JB

Thursday, September 23, 2010

Golfið á hilluna... hvað skal gera við tímann?

Veiðisumrinu 2010 er lokið! Handfylli af löxum á land, þokkalegt bara sé tekið mið af fáum veiðidögum en úr því verður rækilega bætt næsta sumar og þegar er búið að festa eina helgarveiði 2011. Eftir því sem aldurinn færist yfir sér maður betur og betur hvar sterku hliðarnar liggja og hvar veiku punktarnir eru, í því ljósi hef ég ákveðið að leggja golfsettið alfarið á hilluna.

Eftir slælega frammistöðu á Spáni og miður gott lundarfar í kjölfarið var þessi ákvörðun tekin, ekki meira golf fyrr en í ellinni. Maður kemur aldrei fýldur frá árbakkanum svo það verður stangveiðin sem tekur nú við.

Þá er bara að hefjast handa og ráðstafa öllum tímanum sem fellur til við að segja skilið við golfið því þetta sport er viðbjóðslega tímafrekt. Hvað tekur þá við? Ekki getur maður staðið úti í á öllum stundum þó það væri óskandi enda kostar það lunga og lifur að veiða hérna.

Hugmyndir til að kanna við tíma sem losnar við stöðvun golfiðkunar:

-Heimildarmynd um spillingu á Íslandi (festa cameru fyrir framan Alþingishúsið).
-Bókarskrif um siðgæðisvitund íslenskra presta.
-Ljósmyndabók um andstæður á Íslandi (forsíðumynd af Jóni Gnarr í borgarstjórastól).
-Skilja af hverju við getum framleitt mannlausa kafbáta en ekki rafmagnsbíla.
-Komast að því hvaða Suðurnesjamaður lagði Jónas eiturpenna Kristjánsson í einelti.
-Finna lykilinn að póstkassanum mínum.
-Uppgötva genið sem veldur einhverfu-enskubolta áhrifunum. (Leit hefst á íþróttmiðlum landsins).
-Splæsa saman DNA þráðum úr Andra Snæ og Tryggva Þór Herbertssyni, kanna útkomuna.
-Athuga hvort Karfan.is geti fengið ríkisábyrgð.
-Kanna hvort það sé öruggara að fá borgað svart og eyða peningunum í vændiskonur og eiturlyf heldur en að bramboltast við að vera gildur þjóðfélagsþegn í Íslandi nútímans.

JB

Friday, September 10, 2010

Ricky Gervais... snillingur


Í heimi þar sem allir kunna bara að segja sannleikann... er lygarinn konungur! Tók á leigu í gær The Invention of lying með Ricky Gervais í aðalhlutverki. Kallinn er vitaskuld fátt annað en snillingur og myndin vissulega fín en kannski fjarri hans bestu mómentum sem eru m.a. þessi:

Still vs. Sparkling:
http://www.youtube.com/watch?v=lugUd7fIx8Q

Og svo þessi one-læner hérna sem er svakalegur:
http://www.youtube.com/watch?v=3rHPzzXN3cs&feature=related

Tuesday, September 07, 2010

Laxlaus úr Hallá


Með öngulinn í rassinum í annað sinn og það í jafn mörgum veiðiferðum! Nú er maður stórlega farinn að efast um eigið ágæti í laxveiðinni. Ég sem er búinn að fleygja golfsettinu til að einbeita mér að laxveiðinni og fæ ekki fisk.

Ég var við veiðar í Hallá við Skagaströnd í gærdag og það kom ekki branda á land. Hallá er reyndar ekki sú ákjósanlegasta fyrir laxinn enda erfið yfirferðar fyrir bæði fisk og menn en þarna hafa komið um 100 laxar í sumar og 95% þeirra á maðk.

Sjálfur var ég skeinuhættur ,,buffari" með maðkinn en hef nú lagt honum á hilluna enda tvennt ólíkt að fá flugulax á einhendu eða maðkalax á kaststöng.

Þá er það Alviðra í Soginu sem er næst á dagskrá þann 18. september, sá silfraði fær engin grið þann daginn.

JB

Thursday, September 02, 2010

Vandað orðfæri opinberra starfsmanna...


...„Segðu svo frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér!“

Þetta var dýrasta setningin í íslenskum fjölmiðlum í gær en síðasta setning sem var svona eftirminnileg og í dýrari kantinum var þessi:

„Það eru svona um það bil 5% af þjóðinni fábjánar. Það er miklu meira en 1100."
Þráinn Bertelsson í viðtali á Bylgjunni í mars 2010. (Og nafni hans Þráinn tæknimaður augljóslega allt annað en sáttur við gestinn í hljóðveri :)

Ætli viðlíka eftirmæli og þau sem höfð eru um Jón Sigurðsson forseta verði látin falla um það fólk sem á heiðurinn að svona orðfæri eins og línurnar hér að ofan bera vitni um?

Eftirmæli Íslendinga í Kaupmannahöfn um Jón Sigurðsson, letruð á silfursveig á kistu hans: „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.“

Í upphafi skal endinn skoða!

JB

Wednesday, September 01, 2010

Krankleikinn ágerist!

Nú liggur fyrir pöntun í Affallið 12. og 13. ágúst 2011. Þessu veiðitímabili er enn ekki lokið og maður hefur þegar fest sér veiðidaga á næsta tímabili.

Krankleikinn ágerist...

JB