2012

Tuesday, September 07, 2010

Laxlaus úr Hallá


Með öngulinn í rassinum í annað sinn og það í jafn mörgum veiðiferðum! Nú er maður stórlega farinn að efast um eigið ágæti í laxveiðinni. Ég sem er búinn að fleygja golfsettinu til að einbeita mér að laxveiðinni og fæ ekki fisk.

Ég var við veiðar í Hallá við Skagaströnd í gærdag og það kom ekki branda á land. Hallá er reyndar ekki sú ákjósanlegasta fyrir laxinn enda erfið yfirferðar fyrir bæði fisk og menn en þarna hafa komið um 100 laxar í sumar og 95% þeirra á maðk.

Sjálfur var ég skeinuhættur ,,buffari" með maðkinn en hef nú lagt honum á hilluna enda tvennt ólíkt að fá flugulax á einhendu eða maðkalax á kaststöng.

Þá er það Alviðra í Soginu sem er næst á dagskrá þann 18. september, sá silfraði fær engin grið þann daginn.

JB

0 Comments:

Post a Comment

<< Home