Affallið á miðvikudag
Þá er komið að því, veiði í Affallinu eldsnemma á miðvikudagsmorgun og strákurinn fer græjaður frá toppi til táar. Þakka ykkur öllum kærlega fyrir ruuusalegu afmælisgjafirnar, Busi frændi og fjölskylda gáfu mér tvíhendu, ma and pa með tvíhenduhjól, amma Halla og Hildur frænka mættu með línuna, Pía kom með háfinn, Ásdís gleraugun og hjólatösku, Hilmz með veiðitöskuna, Eyja með flugurnar og bara allt að gerast. Tengdó með undirgallann og Tristann með rotarann... klappaður og klár. Affall - here I come.
ps. ástarþakkir fyrir mig í þessari mögnuðu afmælisviku.
JB
0 Comments:
Post a Comment
<< Home