2012

Friday, July 16, 2010

One of a kind


Fyrsta afmælisgjöfin er komin í hús, fékk þessa forlátu lopapeysu að gjöf frá vini mínum Tomaszi Kolodziejski. Kærasta hans Magda og tengdamóðir hans hafa víst setið sveittar síðustu misserin við að búa til þessa einstöku lopapeysu sem sannarlega er one of a kind.

Maður verður aldeilis reffilegur á körfuboltaleikjunum í vetur í þessu meistarastykki en það gæti hitnað verulega í kolunum... þó vel þess virði þegar maður skartar svona öndvegisflík.

Annars er stóri dagurinn á mánudag, strákurinn þrítugur og bílarnir enn ekki farnir að fljúga eða ganga fyrir rafmagni... vonbrigði. Upside við það að verða þrítugur er að ég er í óviðjafnanlegu formi, helköttaður og tanaður á leið í Galaxy Fitness í vetur... ehhh, kannski þegar ég verð fertugur.

JB

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Geggjuð peysa! Það verður ekkert smá gaman fyrir þig að vera í henni. Knús, mamman.

10:37 PM  

Post a Comment

<< Home