Lefty með 9 punda hrygnu
Fyrstu veiðiferð sumarsins lokið. Ein myndarleg 9 punda hrygna kom á land, þar var á ferðinni Birnir Sær Björnsson með tvíhenduna. Undirritaður kom tómhentur heim... reyndar BB King líka þar sem hrygnunni var gefið líf og eftir á að hyggja voru það stórkostleg mistök. Gaman samt að fylgjast með viðureigninni og sá örvhenti var afar kátur svo vægt sé til orða tekið.
Eystri-Rangá var nokkuð lituð í gær en við sem veiðum svo sjaldan hefðum kastað í hana þrátt fyrir að búið væri að parketleggja ánna!
JB
0 Comments:
Post a Comment
<< Home