Tveir fyrir einn upp úr glompunni
Undur og stórmerki áttu sér stað í morgun þegar ég spilaði 18 holur á Hvaleyrarvelli. Nældi í 35 punkta, þokkalega sáttur bara en það dró heldur betur til tíðinda á 17. holu vallarins þegar ég og einn meðspilari minn lentum hlið við hlið ofan í sandglompu!
Mín kúla var fjær holu svo ég átti að slá, dró fram sandjárnið og lét vaða. Í hamaganginum leit ég aðeins upp og pírði augun og viti menn... ég sló báða boltana upp úr glompunni! Nú veit ég ekki hvað reglurnar segja um þetta (sennilega víti á mig eða meðspilaraminn, veit það ekki) en ég stórefa að fremstu kylfingar heims gætu leikið þetta eftir!
JB
0 Comments:
Post a Comment
<< Home