Heimaslóðir Loðvíks og Napoleons handan við hornið

Á laugardag verður skrifaður nýr kafli í ævisögu Jóns Ólafssonar, Frakkaland skal sótt heim og það í fyrsta sinn á mínum 30 árum hér á móður jörð. Nú verður kannað í þaula hvernig gárungar á borð við Loðvík sextánda og Napoleon höfðu það er þeir riðu um héruð og tíunduðu samlanda sína vinstri hægri.
Lendi í París á laugardag og þaðan er fjögurra tíma lestarferð niður til Bordeaux þar sem við verðum næstu 10 dagana en þetta er verkefni á vegum Íþróttasambands fatlaðra.
Í gær staðfesti wunderground.com svo grun minn - hitinn fer ekki undir 22°C allan tímann sem við verðum úti og albinóinn skelfur! Vörn nr. 30 og ekkert múður, strangur B-vítamín kúr og þá ætti ég að geta snúið vörn í sókn gegn gula bastarðinum og moskítóflugunum.
Svo skilst mér að það sé eitthvað framleitt af rauðvíni þarna á svæðinu... en það má víst ekki í íþróttaferð... tja nema KSÍ láni mér greiðslukortið sitt.
JB
(fékk þessa mynd senda frá skipuleggjendum verkefnisins í Frakklandi)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home