Smámunasemin skýtur upp kollinum

DV hefur sótt í sig veðrið undanfarið enda vill fólk í dag afdráttarlausa umfjöllun í ljósi stöðu vorrar þjóðar. Áðan rakst ég á frétt hjá DV.is sem mér fannst athyglisverð, hún var um nýja borgarstjórann Jón Gnarr. Innihaldið var ekki upp á marga fiska en myndin með fréttinni var athyglisverðari, það fannst smámunasömum Jóni Ólafssyni í það minnsta.
Myndin sem notuð er með fréttinni er skjáskot af Facebook síðu borgarstjórans, dagbók borgarstjóra á fasbókinni. Til þess að geta tekið þessa mynd af fasbókinni verður viðkomandi blaðamaður að hafa ýtt á LIKE hnappinn á dagbók borgarstjórans og er hér jafnvel að koma upp um sig hvað hann kaus í borgarstjórnarkosningunum, klaufalegt.
Við hinn sauðsvarti almúgi treystum því að fjölmiðlar landsins gæti hlutleysis í umfjöllunum sínum en það er fjarri lagi. Mótrök blaðamanns væru sennilega þau að hann þyrfti að hafa ýtt á LIKE hnappinn til að geta fylgst með borgarstjóranum og að sá gjörningur væri engin stuðningsyfirlýsing. Samsæris Jón vill hinsvegar halda því fram að líklegra sé að blaðamaður hafi kosið Besta flokkinn og lái honum það hver sem vill... enda þörfin fyrir breytingar mun nauðsynlegri heldur en nokkurn tíman smámunasemin í einhverjum bloggara.
JB
0 Comments:
Post a Comment
<< Home