Hrærður bara...
Strákurinn orðinn þrítugur... frá og með 19. júlí síðastliðnum. Aldeilis aldurinn á manni. Vorum síðsutu daga í Álftavíkinni, tær snilld í rjómablíðu og ekki laust við að maður hafi tekið smá lit.
Á sjálfan afmælisdaginn var farið Við Fjöruborðið á Stokkseyri með mömmu, pabba, Ásdísi systur, tengdaforeldrunum og Tristani Marra. Öflugur hópur hér á ferðinni sem átti góða kvöldstund. Þarna bættist í gjafaflóruna og ekkert smáræði á ferðinni, við erum að tala um veiðitösku, rotara, galla, gleraugu, tvíhenduhjól, nýr og ferskur JB bolur (fatalína á leiðinni). Strákurinn hreinlega baðaður í gjöfum, hrærður.
JB
1 Comments:
Þetta er búin að vera flott afmælisVIKA með þér! Nú hættum við að halda upp á þetta ;)
Hilmz
Post a Comment
<< Home