
Fjórir laxar lágu í valnum eftir ferðina í Eystri-Rangá í gær. Tvær 9 punda hrygnur og tvær 4ra punda hrygnur. Eintómar skvísur í þessari ferð. Við BB King hófum veiðar á svæði 1, Bátsvaðinu og var undirritaður ekki lengi að setja í þá fyrstu. Löndunin gekk nokkuð brösuglega á þessari 4ra punda hrygnu og þurfti að draga hana yfir talverðar grynningar. Þegar kom að því að veita náðarhöggið hafði mikið gengið á, löndun við nokkuð erfiðar aðstæður, fyrsti lax sumarsins, flugan vel föst í skoltinum og fiskurinn spriklandi fjörugur í höndunum á mér. Þar sem engan hafði ég rotarann var bara eitt til ráða...
Jón Björn Ólafsson reiddi þá fram karate-hönd sína og smellti nettu höggi á milli augnanna á laxinum... samverkamaðurinn Birnir stóð álengdar og fylgdist með. Eftir gott Karate-högg lét Birnir eftirfarandi orð falla:
„Nonni, ég er með rotara!“
Ég leit við spurnaraugum á Birni sem skyndilega skipti litum og sprakk úr hlátri og sagði: „Þú Júdó-choppaðir fiskinn“
Júdó-choppið bar ekki hinn minnsta árangur, ljósin hjá hrygnunni slokknuðu ekki fyrr en Birnir hafði lánað mér rotarann til afnota en Judó-choppið var gott grín allan daginn.
JBMynd/Birnir: Svo kom þessi fallega 9 punda hrygna á svæði 9 - black and blue, hvað annað!