
Fésbók!
Tímaþjófur eða bylting í samskiptatækni?
Í mínu tilfelli = tímaþjófur.
Ég get ekki sagt að samskiptin sem ég stend í á Fésbók séu af eftirsóknarverðum meiði. Síður en svo. Á Fésbók er maður jafnan að bauna einhverju á félaga sína, svarandi könnunum og skoðandi myndir af fólki sem maður hittir kannski 2-3 sinnum á ári. Þarna hef ég átt hrókasamræður við fólk sem ég hef ekki einu sinni hitt á árinu 2009. Þegar svo áðurnefndum samskiptum lýkur hvað stendur þá eftir? Jú, sú staðreynd að maður er enn ekki búinn að hitta viðkomandi og hefur eflaust mun fleira við hann að segja en maður nennir að koma að á lyklaborði Fésbókar.
Ég er háður Fésbók. Mér líkar það illa en á Fésbók getur maður fylgst vel með öllu, þ.e. öllu því sem er framundan. Fólk auglýsir viðburði, hluti til sölu, stuðningi sínum við hina og þessa og mótmælir því sem miður er og allt þar fram eftir götum. Á Fésbók eru sumir að kveikja ástarblossa og er það vel en svo koma snillingarnir eins og Breti einn sem missti vinnu sína um daginn. Hringdi sig inn veikann en statusinn hans á Fésbók sagði að kappinn hefði verið á djamminu, snillingur. Sumum er ekki treystandi fyrir tækninni en á meðan þú lesandi góður varst að lesa þennan miður góða pistil minn þá hefðir þú getað skoðað fjölda mynda, sent fjölda skilaboða og gert allt milli himins og jarðar á Fésbók, af hverju ert þú ekki þar núna?
Góðar stundir
JB