
Að eiga næstum því 5 mánaða gamla dóttur er góð skemmtun! Hólmfríður Eyja er farin að snúa sér yfir á magann og þegar þangað er komið kárnar gamanið því henni finnst fátt jafn erfitt og leiðinlegt að liggja á maganum. Stundum líður mér þannig! Stundum líður mér eins og ég liggji á maganum og geti mig hvergi hrært þegar litla daman lítur á mig með stóru bláu augun sín og heimtar að fá mjólk. Ég viðurkenni að ég er ekki í mínu besta líkamlega atgervi en seint færi ég að láta hana á karlabrjóstin mín svo enn um sinn er Hilma einvaldur á heimilinu en það breytist þegar ég fæ að stappa gulrætur og annað lostæti ofan í Eyju. Þangað til pækla ég bara mínar tunnur, á maganum, og læt mér það vel líka enda vart annað hægt þegar sú stutta sprettur fram með jafn miklum tilþrifum.
Annars er heljarinnar helgi framundan, 15 ára fermingarafmæli þar sem dagurinn verður tekinn snemma í grannaglímu við Keflvíkingana í 1980 árganginum. Körfubolti í Yankee-Stadium kl. 11:00 á laugardagsmorgun. Frítt inn en áhorfendur verða rukkaðir um 50 kr. fyrir hverja troðslu sem þeir sjá : )
JB
(Mynd: Litla daman er líka komin með lúkkið á hreint! Hvern fjandann ertu að mynda mig í sturtu þarna kall)
2 Comments:
Jesús minn, hún er svo mikið æði...ég hlakka svo mikið til að knúsa hana í klessu í sumar...ég held að þið munið ekkert sjá hana í þessa daga sem þið verðið hér heheheh.
kv
Sigrún Dögg
: )
það er ekki síðri spennan hérna megin
jb
Post a Comment
<< Home