
Svakaleg gósentíð er í kannabisáhlaupi lögreglunnar um þessar mundir. Fyrir skemmstu fóru að berast fregnir af því að lögreglan væri að gera upptækar kannabisverksmiðjur og nú hefur hún gert upptækar um 6000 kannabisplöntur. Þeir svörtu og hvítu hafa einhvers staðar dottið í lukkupottinn. Þeir hafa handtekið einhverja auma sál sem var að rækta 2-3 plöntur heima hjá sér og nú lekur þessi aðili öllu í lögguna sem á mettíma hefur eyðilagt helstu útflutningsvon Íslands í efnahagsmyrkrinu.
Ég sé rottuna alveg fyrir mér biðja um camel filterslausan í yfirheyrslum og þegar Geirjón sjónvarpslögga neitar rottunni um camelinn af trúarlegum ástæðum þá brotnar rottan saman og byrjar að þylja upp heimilisföng. Í forvitni sinni rambar lögreglan á staðina sem rottan missti út úr sér í örvinlan og viti menn, fullt hús af ganja!
Ég veit um nokkra sem myndu ekki þola yfirheyrslu mikið lengur hálfa mínútu. Þið vitið hver þið eruð... já, rotturnar ykkar : )
JB
5 Comments:
hahahahahaha!!!
Hver hlær svo dátt?
Þetta er mjög gott stöff Mr. JB.
Bkv. Brandaradómarinn
heheheheh "neitar rottunni um camelinn af trúarlegum ástæðum"...Nonni þú ert snillingur.
kveðja
Sigrún Dögg
P.S. er eitthvað að frétta frá IE?????
Þú ert að drepa mig með þessum færslum JB
Takk fyrir mig,
Muggurinn
крысик
пусик
Post a Comment
<< Home