Greyið hann Sigurður

Nú er Sigurður kominn inn í keppnina því æðstu máttarvöld Idolsins hafa miskunnað sig yfir hann. Ef ég hefði verið Siggi greyið þá hefði ég hafnað þessu boði, stofnað band sem heitir Death to Idol og byrjað ekki seinna en í gær að túra og láta öllum illum látum. Það hefði selt mun betur heldur en að halda áfram í Idolinu og detta út í næstu umferðum... en greyið Siggi býður þjóðinni upp á að hafna sér enn eina ferðina. Ég hefði keypt disk með Death to Idol!
Já, greyið Siggi að grípa ekki gæsina.
JB
1 Comments:
Hann hefur örugglega lesið þetta hjá þér og hætt við. Þú ert svo mikill áhrifavaldur í lífi fólks ;)
Hilmz
Post a Comment
<< Home