2012

Thursday, March 26, 2009

Gluggaveður

Síðustu daga hefur verið hreint stórbrotið að stara út um gluggan. Heiðblár himinn og golffiðringurinn gerir vart við sig. Undirritaður gerir á þessum tíma ávallt sömu mistök!

Hugurinn reikar inn í sumarið og klæðaburðurinn eftir því léttur. Þegar út er komið blasir við allt annar raunveruleiki. Upplitsdjarfur maðurinn brýtur næstum því í sér tennurnar er þær skella saman út af nístingskulda og eftir nokkra svona daga í röð stendur maður uppi með flösu, tóma rakakremstúpu og helaumar geirvörtur því þær reyna næstum því að flýja inn í brjóstkassann á manni þegar út er komið.

Gluggaveður...einhver mesta ógn heilsunnar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er góðvinur minn Birnir Sær Björnsson líka að drepast í geirvörtunum en það er af því að hann rennir sér alltaf á maganum í rennibrautinni í Laugardal!

JB

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

sé þig fyrir mér labbandi úti með geirvörturnar út í loftið. ;)

Jenni

6:54 PM  
Anonymous Anonymous said...

gamli perri : )
jbo

11:35 AM  
Anonymous Hilma said...

Heyrði því fleygt fram í útvarpinu um daginn að það væri æðsti draumur hvers barns að fá að fara út á peysunni ...við erum ekki komin þangað Jón minn!

10:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hehehe, það væri þá ekki í fyrsta skipti sem þú brýtur í þér tennurnar meistari. Geirur mínar fengu slæma útreið í Laugardalnum en eru hins vegar komnar í fantaform eftir nokkrar góðar kvöldstundir þar sem þær nutu afar nærgætinnar meðferðar.

12:02 PM  

Post a Comment

<< Home