
Heimsmetið hjá Jamaíkumanninum Usain Bolt í 100m. hlaupi er 9,72 sek! Ég ákvað að taka símann með mér í ræktina áðan og taka tímann á mér í 60m. hlaupi. Niðurstaðan var 8,90 sek. Þarna hafði ég minna en eina sekúndu til að hlaupa 40 metra til þess að slá heimsmetið.
Þetta var tilraun dagsins og vel til þess fallin til að átta sig á því hversu ruuusalegur hlaupari Usain Bolt er í raun og veru. Ég ætla að mæla tímann minn í 60m. hlaupi aftur í næstu viku og þá er markmiðið 8,50 sek.
4 Comments:
Af hverju 60m? Af hverju ekki 100m?
Brautin í innisalnum í Laugardal er bara 60m : )
JB
þið eruð frábær :)
JÞL
Búinn að bæta metið mitt í 60m hlaupi, fór úr 8,90 sek í 8,75 sek. Nokkuð sáttur : )
JB
Post a Comment
<< Home