Eystri-Rangá gaf vel

Einn fiskur til viðbótar kom á land í ferðinni sem var ekki nema 3ja punda hrygna svo hollið kom ekki tómhent heim en áin gaf vel með þessari 10 punda hrygnu þó hún hafi ekki gefið mikið í þetta skipti.
Hinsvegar kom það á óvart að Spánverjarnir eru ekkert voðalega sleipir við eldavélarnar. Við áttum í stökustu vandræðum með að finna öflugan veitingastað sem gladdi svanga ferðalanga en sumt var ágætt.
Vitaskuld litum við á alla helstu staðina og það væri ekki úr vegi að kíkja aftur til Barcelona árið 2025 en þá stefna þeir að því að vera búnir með La Sagrada Familía, kirkjuna sem hefur verið í byggingu síðan fyrir 1900. Rosalega sérstök en flott kirkja.
Látum hér nokkrar laufléttar fylgja ásamt smá myndbroti af Magic Fountain sem er soldið flottur.
Kveðja,
Jón Björn