Elmar á Alþingi!

Stuðningsyfirlýsingin var væntanlega ekki bindandi en svo kemur það bara í blöðunum að Elmar Sigurðsson bílstjóri að Hvassaleiti 155 í Reykjavík sé í 8. sæti í framboði Lýðræðishreyfingarinnar í Suðurkjördæmi. Þennan gjörning hefði mágur minn örugglega aldrei samþykkt en í framboði er hann engu að síður. Þá er bara að vona að Lýðræðishreyfingin verði aðeins lýðræðislegri ef þeir koma manni á þing, tala nú ekki um ef þeir næla sér í einhvern meirihluta. Ég býst samt við því að kölski komi skríðandi úr víti með frostbit áður en það verður!
JB
0 Comments:
Post a Comment
<< Home