2012

Wednesday, April 08, 2009

Íþróttasögur og... kvæði!

Flestir ef ekki allir kunna vel að meta góðar sögur úr heimi íþróttanna. Þá yfirleitt þær sem ekki tengjast leik eða annarri keppni heldur þeim sögum sem fara af liðunum eða eintaklingunum. Sjálfur kann ég nokkrar og upplifði af mikilli kátínu þegar Jón Guðbrandsson fyrrum þjálfari minn söng okkur í körfuboltaliðinu í svefn á Akranesi: ,,White boy, white boy, what you gonna do, what you gonna do when the lights go down?“ Menn hlógu heil óksöp af þessari söngframmistöðu en þegar rýnt var í textann þorði enginn í háttinn!

Jens Arnar tæklaði stelpu, Steinn Jóhannsson varð frægur markvörður þó hann sé ekki til í Þjóðskrá, Grelli Hemm með handklæðið um hálsinn tilbúinn í handalögmál í Sláturhúsinu og svona mætti lengi telja en hér um daginn fékk ég kvæði upp í hendurnar. Þetta kvæði er víst runnið undan rifjum Samúels Arnar Erlingssonar fyrrverandi íþróttafréttamanns hjá RÚV og er það bara nokkuð vel úr garði gert:


ÉG ER MESTUR
ÉG ER BESTUR
ÉG GET ÉTIÐ EINS OG HESTUR
ÉG ER ÍSLANDS EINA VON
ÉG ER SAMÚEL ÖRN ERLINGSSON


JB

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Bara svo það sé á hreinu, stelpan átti svo virkilega skilið að vera tækluð, kom í veg fyrir auðvelt layup og bara dæmt villa ;)
Muggz

11:15 PM  
Anonymous Anonymous said...

Muggz!
Daman hefur ekki stundað íþróttir síðan þú skriðtæklaðir hana... í körfubolta!
JB

11:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er bara ekki satt, það fréttist af henni á boccia móti ekki alls fyrir löngu.
M.

12:41 PM  

Post a Comment

<< Home