2012

Monday, May 04, 2009

Alger vitleysa

Gömul hjátrú segir það vita á gott sumar ef vetur og sumar frjósa saman en það gerðist einmitt hér í Reykjavíkinni að morgni sumardagsins fyrsta, fönn á jörðu í dagrenningu. Sem ég sit hér við þetta pár hugsa ég að ekki væri vitlaust að splæsa í eina örk eins og Nói og hreinlega sigla heim. Hellidemba og hvassviðri hafa verið allsráðandi síðan þessi fyrsti sumardagur rann upp.

Sumarið í fyrra var snilld, ég man að á heitasta degi sumarsins fór ég í golf í Mosfellsbæ og þá var 30 stiga hiti. Ég hóf leik með þremur gamalmennum og eftir aðeins fjórar holur, og verandi á golfbíl, voru þessir öldungar gersamlega sprungnir á limminu. Héldu rakleiðis upp í skála að fá sér bjór. Viðlíka veðurblíða og þá er eitthvað svo fjarstæðukennd hérna í slagviðrinu og maður getur ekki annað en hlegið að því að vera svo heimskur að hafa yfir höfuð hlustað á þessar kreddur; ,,það veit á gott sumar ef vetur og sumar frjósa saman!" Þvílík vitleysa.

Verandi ung og efnileg kynslóð sem brátt tekur við þjóðarskútunni getum við farið að búa til okkar eigin bull. Hér koma nokkrar tillögur:

,,Þú skalt hella niður salti ef bröndóttur köttur er í fréttatíma RÚV á páskadag."
,,Ef örvhentur maður berar sig í sumarsólstöðum er vissara að nota fósturstellinguna."
,,Maður með óeðlilega lítið höfuð getur á hlaupaári sótt um miskabætur í sínu stéttarfélagi ef hann telur að þessi aukadagur í febrúar valdi honum höfuðverk."

Ekki svo slæmt...

JB

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegar hugmyndir, þetta á við rök að styðjast með hlaupaárið, bölvaður höfuðverkur sem fylgir þessu ;)
Muggz

8:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sumarið í fyrra var bara of gott. Er alveg löglegt að biðja um þannig sumar aftur?
Ásdís

9:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

HAHAHAHAHAHHAHA, þetta þykir mér fyndið.

BB

12:15 PM  

Post a Comment

<< Home