
Þessa vika er búin að vera mjög fjölbreytt, skemmtileg og algjörlega ógleymanleg. Auðvitað voru allir vinir og fjölskyldumeðlimir Ingridar og Sam í bænum svo mikill tími fór í að mingla, kynnast, sýna sig og sjá aðra.
Á þriðjudaginn buðum við mamma öllum uppáhalds stelpunum hennar Ingridar í mat til okkar og vorum með gellumatarboð hér hjá okkur. Við erum náttúrulega sérstaklega góðar í því að gellast, búa til góðan mat og spjalla við aðrar konur þannig að uppskriftin að fullkomnu kvöldi var fullkomin. Enda var kvöldið æðislegt. Þarna voru saman komnar við mamma, Ingrid, systur Ingridar, Simone og Ursula og besta vinkona Ingridar. Liz. Liz hlaut þann heiður að vera yfirbrúðarmey í brúðkaupinu. Hún var líka önnum kafinn alla vikuna í því að halda í alla skipulagsspottana og aðstoða brúðina við að halda ró sinni. Ótrúlega skondin þessi brúðarmeyjahefð!! Mikið er ég fegin að við höfum ekki tekið hana upp í ameríkuseringunni okkar.

Á miðvikudeginum fórum við í bátsferðina sem við vorum búin að tala um. ÞVÍLÍK snilld. Ég get nú sagt ykkur það að við vorum ekkert yfir okkur spennt fyrir þessari ferð, ekki segja Bernie og Sue. Okkur fannst við vera búin að vera alltaf upptekin í fríinu okkar og langaði bara að fá að vera í friði. Jón Björn mótmælti líka hástöfum þar sem hann var nýbúinn að þjást af mikilli sjóveiki og stórkostlegum sólbruna. En sem betur fer fannst mér ég þurfa að vera kurteis og sagði við foreldra Louise að við værum öll rosalega spennt og vildum ólm koma með þeim í siglingu. Við fengum sjúklega gott veður, sigldum fram hjá heimsmeistarakeppni í siglingum, sáum höfrunga, fengum rosalega góðar rækjur og ljúffengt hvítvín um borð, vorum í fáránlegri nálægð við sæljón og stungum okkur til sunds úr 46 feta snekkju. Snilldar dagur með yndislegu fólki og engin sjóveiki.
Sam kom loksins í bæinn. Upptökum á myndinni lauk á miðvikudaginn svo Sam flaug heim til

unnustunnar á fimmtudagsmorgun. Við fengum fimmtudagskvöldið með ógifta parinu þó margir hafi barist um félagsskap þeirra. Fórum á rosa flottan, hipp og kúl veitingastað hér í Fremantle. Á föstudaginn var svo öllum brúðkaupsgestum sem höfðu ferðast langa leið til að samgleðjast brúðhjónunum boðið til “out of towner” veislu hjá pabba Sam. Sá kauði ku vera arkitekt og býr hér í nágrenni við okkur í suður Fremantle. Húsið hans er upprunalega með þeim fyrstu í allri Vestur Ástralíu en hann gerði það allt upp fyrir ca. tveimur árum síðan og gerði það þokkalega vel. Húsið er BARA geðveikislega flott, á þremur hæðum með sundlaug og allt. Góður matur, skemmtilegt fólk og fallegt umhverfi í góðu veðri enn einu sinni.
ÞÁ ER KOMIÐ AÐ BRÚÐKAUPINU SJÁLFU!

Við höfum aldrei upplifað annað eins. Allur aðdragandi að þessu brúðkaupi og dagurinn sjálfur var stórkostleg upplifun. Ingrid er fallegast kona sem ég hef augum litið, hún geislaði af hamingju. Ingrid, brúðarmeyjarnar og mamma Ingridar komu hingað til okkar snemma á laugardagsmorgni þar sem húsið okkar er mjög rúmgott og hentar vel fyrir plássfrekar hárgreiðslu- og förðunardömur. Húsið var “the ladies house” á laugardaginn og ég elskaði það. Ég stóð mig náttúrulega mjög vel í hlutverkinu sem litla systirin og var að erindast allan daginn.
Brúðkaupið var svo heima hjá Luc, bróður Sam. Luc keypti

vöruhús hér í Fremantle og breytti því í íbúðarhúsnæði. Garðurinn hans er BARA guðdómlegur, með alls konar trjám sem við Íslendingarnir eigum ekki að venjast. T.d. er hann með sítrónutré rétt við körfuboltavöllinn sinn. Ótrúlegt! Athöfnin var í garðinum og þvílíkt tilfinningaþrungið andrúmsloft! Brúðhjónin voru svo ánægð með hvort annað og þessa ákvörðun sína að þau ætluðu aldrei að geta sagt heitin sín því þau grétu bara af gleði. Systur Ingridar töluðu aðeins um ástina í athöfninni, vinkona þeirra samdi ljóð til þeirra og athöfnin endaði á því að við pabbi héldum

ræðu. Pabbi hélt ræðu á íslensku og ég þýddi yfir á ensku við mikinn fögnuð allra. Eftir þennan tilfinningarússíbana hófst flottasta partý sem ég hef nokkru sinni farið í.
Búið var að breyta ,,bílskúrnum” hans Luc í fallegasta partýsal sem ég hef augum litið. Við vorum með í því að þrífa gólfin þegar kappinn keyrði bílunum, mótorhjólunum og fjórhjólinu út úr skúrnum og mér óaði ekki fyrir því að þetta yrði svona rosalega flott, þó ég hafi nú vitað að þetta yrði ákaflega smekklegt þar sem Ingrid og Sam áttu í hlut. Salurinn var eins og gefur að skilja bara stór geimur en það var búið að setja upp ofsalega rómantíska og fallega lýsingu, barinn var æðislega kúl og svo var hang put place í einu horninu. Þremur LANGborðum var komið fyrir í salnum sem myndaði mjög skemmtilega stemningu. Eftir skemmtilegar ræður, fallegan söng og yndislegan brúðardans voru allir í partýgírnum og kvöldið endaði á því að allir sátu á grasinu í fallega garðinum. BARA SNILLD.

Ingrid og Sam voru náttúrulega stjörnur dagsins og Ingrid var eins og klippt út úr kvikmynd frá 1940. Hún var ótrúlega falleg, kjólinn hennar var fullkominn og Sam leit náttúrulega líka mjög vel út en aðdáunarsvipurinn á honum þegar hann leit á nýju konuna sína var engu líkur.
Við hittum svo brúðhjónin og nokkra gesti úr brúðkaupinu í morgun á veitingahúsi þar sem allir höfðu tækifæri til að kveðja nýgifta partið sem lagði af stað í brúðkaupsferð til Taílands í dag. Kveðjustundirnar með Ingrid eru alltaf rosalega erfiðar, ég held að það sé vegna þess að ég veit aldrei hvað það er langt þangað til að ég sé þessa fallegu systur mína næst. Mörg tár féllu og faðmlögin voru sterk.

Nú eru bara tveir dagar eftir í Fremantle og þeir eru án Ingridar og Sam. Við ætlum að fara í siglingu á morgun, líklega fara á eyju sem heitir Rottnest. Ég vil endilega að Jón Björn minn komi þangað. Ég fór þangað fyrir 10 árum með Ingrid og þetta er BARA fallegur staður.
Jæja þetta er orðið ansi langt, enda frá mörgu að segja. Setjum inn eina færslu áður en við förum til Singapore en það verður á miðvikudaginn.
Takk fyrir mig og góða nótt
Hilma